Heilsa og hreyfing

Fyrsti uppáhalds maskinn minn

mars 27, 2017

Ég hef aldrei átt minn uppáhalds maska fyrr en ég prófaði Algae Maskann frá Bláa Lóninu. Mér fannst svo svakalega þreytandi að sjá ekki né finna neinn mun eftir notkun!
Já þú giskaðir rétt… ég er óþolinmóð. Ég hef nú verið að nota þennan maska ca 2x í viku í nokkrar vikur eða síðan fyrir jól. OG JÁ hann virkar!! loksins fann ég maska sem hentar minni húðgerð og ég sé mun.

Komin aftur. Já ég tók mér pásu að skrifa þessa færslu, ég er neflilega komin með neglur aftur eftir langa pásu og mér gengur óeðlilega illa á lyklaborðinu hahahaha! EN hvað um það. Áfram með smjörið.

Algae Maskinn er djúpnærandi þörungamaski. Ég held að hann virki svona vel því hann er já DJÚP nærandi. Ég er oft með primer, farða, hyljara, púður… já úff allskonar óhreinindi á húðinni heilu dagana. Að geta notað maska sem hreinsar ekki bara yfirborðið heldur betur en það er eitthvað sem ég þurfti nauðsynlega og örugglega margar stelpur / konur / strákar í dag sem eru að nota farða dagsdaglega.

Hér eru nokkrir punktar um maskann:
-Ofnæmisprófaður
-Án parabena
-Án litar- og ilmefna
-Eykur heilbrigði og ljóma

En svo má ekki gleyma því að við erum öll með mismunandi húðgerðir og hentar okkur því mismunandi vörur. Tanja Ýr vinkona mín til dæmis ELSKAR Mud Maskann frá Bláa Lóninu og hefur notað hann í 4 ár, já þú last rétt.. 4 ár!
Ég held að það stefni í svoleiðis ástarsamband hjá mér og Algae maskanum…

Ég var svo heppin að fá maskann að gjöf en Bláa Lóns vörurnar fást inná www.blaalonid.is/vefverslun

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply