Ferðalög, Lífstíll

Suðurlands Roadtrip

apríl 18, 2017

Þeir sem þekkja mig best vita að mér finnst fátt skemmtilegra en að keyra um Ísland, skoða fallega staði, taka myndir á leiðinni og bara að vera til!
Ég og Svandís skelltum okkur í smá Roadtrip í síðustu viku og keyrðum alveg upp að Reynisfjöru!
Við lögðum af stað seint á mánudagskvöldi, gistum í bústaðnum hennar sem stendur við Þingvallavatn og lögðum svo snemma af stað.

Við byrjuðum daginn klukkan 09:00 og borðuðum morgunmat í Þrastalundi sem var alveg yndislegt. Ég hef borðað brunch áður á Þrastalundi en morgunmaturinn er alls ekki verri! Okkur fannst allavegana svaka kósý hvað það voru fáir á staðnum og mikil kyrrð. Takk fyrir okkur Þrastalundur!

Svo kíktum við á Geysi og héldum svo áfram í suður-átt. Hér fyrir neðan eru myndir frá deginum okkar <3

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply