Matur

BODYLAB vörurnar

apríl 24, 2017

Uppá síðkastið hef ég verið að prófa vörur frá BODYLAB og hafa þær svo sannarlega komið mér á óvart! Ég er alls ekki týpa sem fýlar „hollustubragð“ eða prótein yfir höfuð og sækist eiginlega bara í allt sem er sætt og gott hehe.

En í samstarfi við Bodylab fékk ég að prófa próteinpönnukökur, hnetusmjör og proteinella (já ekki nutella en proteinella!). Ég viðurkenni…. ég hef borðað yfir mig af þessum pönnukökum alltof oft síðan ég fékk dúnkinn. Það kom svo svakalega á óvart að þessar vörur bragðast bara alls ekki eins og eitthvað alltof hollt „“ógeð““ já ég sagði ógeð því ég hata hollustuvörur sem bragðast eins og pappi! En þessar vörur eru neflilega sætar og bragðgóðar. Beint í mark að mínu mati!

Bodylab vörurnar fást í Hagkaup og ég segi bara TAKK fyrir mig ég mun sko fara og kaupa mér þetta þegar minn skammtur klárast. Þvílíkt nammi og svo einfalt & þægilegt 😀

 

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply