Lífstíll

Myndavélin sem ég nota

apríl 24, 2017

Fyrir tæpu ári keypti ég mér Canon EOS M3. Aðal ástæðan afhverju ég valdi þessa myndavél var vegna þess hve létt og lítil hún væri miðað við gæðin. Svo líka því það er hægt að flippa skjánum fyrir „selfie“ eða Vlog myndbönd.

Ég viðurkenni að ég hef verið svaka löt að læra á vélina enda er ég algjörlega tækniheft manneskja. En það sem ég kann hefur reynst mér svakalega vel, sérstaklega að geta flippað sjánum yfir. Ég hef verið að taka myndbönd á vélina, þá set ég hana á stand og sný skjánum og þá sé ég sjálfa mig allan tímann. Sé hvort að vélin sé ekki örugglega enn að taka myndband, hvort fókusinn sé ekki örugglega enn á réttum stað o.s.frv. Það er ekkert meira þreytandi en að hafa eytt kannski löngum tíma í að taka upp myndband fyrir Youtube eða eitthvað álíka og svo hefur kannski minniskortið orðið fullt eftir korter og maður tók ekki einusinni eftir því!

En svo er ein stilling sem ég lærði á bara fyrir nokkrum vikum og eftir að ég fattaði það…. er þessi myndavél besta fjárfesting sem ég hef gert !

Það er innbygt wifi í vélinni, já ekki bluetooth heldur wifi krakkar mínir! WIFI ! Já það kom wifi password upp á skjáinn í vélinni sem ég tengdi við símann minn og þá gat ég valið mér myndir í símanum úr vélinni og sent yfir, tekur enga stund. Þannig að ef ég væri á ferðalagi og tæki geðveika mynd sem ég vildi pósta 1,2 og 3 þá myndi eg bara kveikja á netinu í vélinni og myndin væri komin inná instagram eftir 5 mínútur! Hversu æðislegt?

Það eru allskonar svona hlutir sem láta mig elska þessa myndavél. Líka t.d. að það er innbyggt kraftmikið flass. Ég þarf bara að ýta á takka og þá kemur flassið upp. Sem er mjög þægilegt.

En ég þarf algjörlega að læra betur á stillingarnar í vélinni því það er hægt að breyta birtunni og allskyns hlutir sem ég vil læra. En sem betur fer er þessi myndavél svakalega auðveld og þrátt fyrir að ég kann alls ekki nógu vel á hana hef ég tekið svakalega flottar myndir. Það er líka hægt að skipta um linsu en það er eitthvað next level dæmi fyrir mig hehe. Ég nota bara linsuna sem kemur með vélinni. virkar mjög vel fyrir mig 🙂

Ég keypti mér þessa vél á ca 110 þúsund í Elko í fyrrasumar (Keypti sjálf ekki spons) en nú hefur hún örugglega lækkað í verði.

Ég ætla allavegana að læra betur á myndavélina og taka enn flottari myndir í sumar <3


You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply