Browsing Category

Ferðalög

Ferðalög, Lífstíll

Suðurlands Roadtrip

apríl 18, 2017

Þeir sem þekkja mig best vita að mér finnst fátt skemmtilegra en að keyra um Ísland, skoða fallega staði, taka myndir á leiðinni og bara að vera til!
Ég og Svandís skelltum okkur í smá Roadtrip í síðustu viku og keyrðum alveg upp að Reynisfjöru!
Við lögðum af stað seint á mánudagskvöldi, gistum í bústaðnum hennar sem stendur við Þingvallavatn og lögðum svo snemma af stað.

Við byrjuðum daginn klukkan 09:00 og borðuðum morgunmat í Þrastalundi sem var alveg yndislegt. Ég hef borðað brunch áður á Þrastalundi en morgunmaturinn er alls ekki verri! Okkur fannst allavegana svaka kósý hvað það voru fáir á staðnum og mikil kyrrð. Takk fyrir okkur Þrastalundur!

Svo kíktum við á Geysi og héldum svo áfram í suður-átt. Hér fyrir neðan eru myndir frá deginum okkar <3

Ferðalög, Matur

Laugardags roadtrip & Brunch

janúar 11, 2017

Fyrir stuttu ákváðum við Tanja Ýr að skella okkur aðeins út fyrir Höfuðborgarsvæðið. Einhvernveginn heldur maður alltaf að það sé ekkert hægt að gera en það er neflilega langt frá því að vera raunin!
Við keyrðum rétt út fyrir Hveragerði til þess að eiga notalegan brunch í Þrastarlundi.
Continue Reading…

Ferðalög, Lífstíll, Matur

Sumarið mitt

ágúst 2, 2016

Góðan daginn!

Sumarið mitt hefur verið troðfullt af allskyns spennandi verkefnum og tækifærum. Ég hef verið svo rosalega upptekin að ég ákvað að taka smá pásu frá internetinu og frekar vinna vinnuna mína hundrað prósent. Ef ég tek að mér verkefni geri ég það með heilum hug. Ég ætla að segja ykkur aðeins frá því hvað ég hef verið að bralla og skal svo vera dugleg að leyfa ykkur að fylgjast með núna þegar allt verður rólegra. Continue Reading…

Beauty, Ferðalög

Ferðalag & förðun – Flúðir

mars 18, 2016

Ég tók smá road trip til Flúða með kærasta mínum. Frænka mín Laufey Helga og vinkona hennar sem búa á Flúðum voru að fara á Árshátíð í skólanum svo ég ákvað skella mér í smá ferðalag og farða þær! Ég er líklega eftir þetta komin hátt á listann „besta frænka í heimi“. Nói fékk að koma með, hann var ekkert svakalega spenntur í bílnum, svaf alla ferðina en var spriklandi hress þegar Egill kærasti minn tók hann í langan göngutúr um sveitina hennar Laufeyjar. Hér eru nokkrar myndir frá deginum mínum! 🙂
Continue Reading…