Browsing Category

Heilsa og hreyfing

Heilsa og hreyfing

Fyrsti uppáhalds maskinn minn

mars 27, 2017

Ég hef aldrei átt minn uppáhalds maska fyrr en ég prófaði Algae Maskann frá Bláa Lóninu. Mér fannst svo svakalega þreytandi að sjá ekki né finna neinn mun eftir notkun!
Já þú giskaðir rétt… ég er óþolinmóð. Ég hef nú verið að nota þennan maska ca 2x í viku í nokkrar vikur eða síðan fyrir jól. OG JÁ hann virkar!! loksins fann ég maska sem hentar minni húðgerð og ég sé mun.

Komin aftur. Já ég tók mér pásu að skrifa þessa færslu, ég er neflilega komin með neglur aftur eftir langa pásu og mér gengur óeðlilega illa á lyklaborðinu hahahaha! EN hvað um það. Áfram með smjörið.

Algae Maskinn er djúpnærandi þörungamaski. Ég held að hann virki svona vel því hann er já DJÚP nærandi. Ég er oft með primer, farða, hyljara, púður… já úff allskonar óhreinindi á húðinni heilu dagana. Að geta notað maska sem hreinsar ekki bara yfirborðið heldur betur en það er eitthvað sem ég þurfti nauðsynlega og örugglega margar stelpur / konur / strákar í dag sem eru að nota farða dagsdaglega.

Hér eru nokkrir punktar um maskann:
-Ofnæmisprófaður
-Án parabena
-Án litar- og ilmefna
-Eykur heilbrigði og ljóma

En svo má ekki gleyma því að við erum öll með mismunandi húðgerðir og hentar okkur því mismunandi vörur. Tanja Ýr vinkona mín til dæmis ELSKAR Mud Maskann frá Bláa Lóninu og hefur notað hann í 4 ár, já þú last rétt.. 4 ár!
Ég held að það stefni í svoleiðis ástarsamband hjá mér og Algae maskanum…

Ég var svo heppin að fá maskann að gjöf en Bláa Lóns vörurnar fást inná www.blaalonid.is/vefverslun

Heilsa og hreyfing

MUST HAVE IN THE COLD FROM BLUE LAGOON

janúar 23, 2017

Janúar er einn af köldustu mánuðum ársins hérna heima á Íslandi. Þessi mánuður á það til að gera útaf við húðina mína! Húðin mín verður þur og svo ofan á það fær maður ekkert sólarljós. Ég ætla að segja ykkur aðeins frá mínum „MUST have“ vörum frá Bláa Lóninu þegar húðin mín er alveg að drepast úr þurrk á veturna.

Fyrsta varan sem ég bókstaflega get ekki hætt að nota er varasalvinn frá Bláa Lóninu. Ég kynntist þessum varasalva í fyrra sumar þegar ég var í Nike myndatökunni. Förðurnarfræðingurinn notaði þennan varasalva á mig og öll hin modelin, meira að segja stundum á augnlokin því áferðin er mögnuð og fallegur náttúrulegur glampi. Síðan þá hefur þessi varasalvi verið í algjöru uppáhaldi hjá mér! Ætli ég sé ekki að verða háð þessum varasalva, það kæmi ekki á óvart, enda sá besti sem ég hef kynnst!

Svo er það rakakremið. Ef ég mætti bara taka eina vöru í snyrtitöskuna mína í ferðalag eða sund þá tæki ég þetta andlitskrem. Persónulega finnst mér ekki neitt jafn mikilvægt og að halda húðinni minni í góðu jafnvægi, án þurrkubletta og óþæginda. Þetta andlitskrem hefur hreinlega bjargað andlitinu mínu! Ég var alltaf með svakalega þurra húð en nú er hún alltaf að verða betri og betri þrátt fyrir að það sé Janúar. (Reyndar nota ég talsvert meira af kreminu núna í kuldanum!).

Síðasta varan sem er alltaf í veskinu mínu er handáburður. Ég býst við því að hendurnar okkar verði jafnvel enn þurrari en andlitið og varirnar á veturna! Þess vegna tek ég handáburð alltaf með mér hvert sem ég fer hvort sem það er í skólann, vinnuna eða einvhert annað. Mér finnst ekkert óþægilegra en að hafa þurrar hendur. Handáburðurinn frá Bláa Lóninu hefur gjörsamlega bjargað mér því ég hata að hafa sterka lykt af höndunum mínum og hef því verið lengi í vandræðum með að vinna góðan handáburð. En þessi handáburður hefur bara mjög væga hreina lykt og virkar mjög vel.

Þú finnur allar vörurnar frá Blaá Lóninu hér.
Bestu kveðjur og reynum að lifa þennan Janúar mánuð af saman!
xx Arna

Heilsa og hreyfing

Kósý kvöld með vörum frá Bláa Lóninu

janúar 15, 2017
https://www.youtube.com/watch?v=PCyqYxI3rk0

Uppá síðkastið hef ég verið að prófa vörurnar frá Bláa Lóninu. Vörurnar hafa komið mér svakalega á óvart og nú eru þær margar hverjar ómissandi úr minni dagsrútínu!
Þegar ég geri vel við mig finnst mér lang best að taka húðina í gegn með skrúbb, maska og góðu kremi, horfa á sjónvarpið og narta í eitthvað gott.

Allar vörurnar sem ég notaði í myndbandinu má finna hér ásamt frekari upplýsingum.

Ekki gleyma að ýta á subscribe á Youtube rásinni minni ;D

Fegurð, Heilsa og hreyfing, Lífstíll

Opnunar GJAFALEIKUR !

mars 13, 2016

Gjafaleiknum er lokið. Sigurvegari er: Helena Rós Sigurðardóttir! Innilega til hamingju Helena <3

Í tilefni þess að síðan mín er komin í loftið ætla ég að halda risa gjafaleik!

Til þess að taka þátt þarft þú að:
1. DEILA þessari færslu
2. LIKE-a facebook síðuna mína, Arna Ýr
3. Skrifa kvitt eða eitthvað annað álíka hér að neðan.
4. Fylgja fleiri skrefum hér að neðan til þess að eiga meiri möguleika.

Allar vörurnar sem eru í leiknum eru í uppáhaldi hjá mér. Ég ákvað að halda leik með þeim vörum sem ég elska og gæti varla verið án!
Continue Reading…