Browsing Category

Lífstíll

Fegurð, Lífstíll

USA shopping HAUL

maí 12, 2017
https://www.youtube.com/watch?v=rOmRldLoWF0

Ég ákvað að skella öllu því sem ég keypti mér í USA saman í eitt Youtube myndband því ég vildi ekki hafa storyið mitt á snapchat alltof langt. Þetta er fyrsta Youtube myndbandið mitt þar sem ég tala og ég viðurkenni mér finnst það mjög vandræðalegt en ég meina, það er bara fyrst! 😀

Ef þetta myndband fær góðar móttökur þá gæti vel verið að ég haldi áfram að gera myndbönd eftir ykkar óskum.

En þær búðir sem ég fór í USA og tala um í myndbandinu eru:
Calvin Klein
Coca Cola
Victoria’s Secret
PINK
Ralph Lauren
Target
Abercrombie
H&M
Sephora
Macy’s

Eigið góðan dag og það væri gaman að heyra frá ykkur hvort þið hafið áhuga á fleiri myndböndum <3

Lífstíll

Myndavélin sem ég nota

apríl 24, 2017

Fyrir tæpu ári keypti ég mér Canon EOS M3. Aðal ástæðan afhverju ég valdi þessa myndavél var vegna þess hve létt og lítil hún væri miðað við gæðin. Svo líka því það er hægt að flippa skjánum fyrir „selfie“ eða Vlog myndbönd.

Ég viðurkenni að ég hef verið svaka löt að læra á vélina enda er ég algjörlega tækniheft manneskja. En það sem ég kann hefur reynst mér svakalega vel, sérstaklega að geta flippað sjánum yfir. Ég hef verið að taka myndbönd á vélina, þá set ég hana á stand og sný skjánum og þá sé ég sjálfa mig allan tímann. Sé hvort að vélin sé ekki örugglega enn að taka myndband, hvort fókusinn sé ekki örugglega enn á réttum stað o.s.frv. Það er ekkert meira þreytandi en að hafa eytt kannski löngum tíma í að taka upp myndband fyrir Youtube eða eitthvað álíka og svo hefur kannski minniskortið orðið fullt eftir korter og maður tók ekki einusinni eftir því!

En svo er ein stilling sem ég lærði á bara fyrir nokkrum vikum og eftir að ég fattaði það…. er þessi myndavél besta fjárfesting sem ég hef gert !

Það er innbygt wifi í vélinni, já ekki bluetooth heldur wifi krakkar mínir! WIFI ! Já það kom wifi password upp á skjáinn í vélinni sem ég tengdi við símann minn og þá gat ég valið mér myndir í símanum úr vélinni og sent yfir, tekur enga stund. Þannig að ef ég væri á ferðalagi og tæki geðveika mynd sem ég vildi pósta 1,2 og 3 þá myndi eg bara kveikja á netinu í vélinni og myndin væri komin inná instagram eftir 5 mínútur! Hversu æðislegt?

Það eru allskonar svona hlutir sem láta mig elska þessa myndavél. Líka t.d. að það er innbyggt kraftmikið flass. Ég þarf bara að ýta á takka og þá kemur flassið upp. Sem er mjög þægilegt.

En ég þarf algjörlega að læra betur á stillingarnar í vélinni því það er hægt að breyta birtunni og allskyns hlutir sem ég vil læra. En sem betur fer er þessi myndavél svakalega auðveld og þrátt fyrir að ég kann alls ekki nógu vel á hana hef ég tekið svakalega flottar myndir. Það er líka hægt að skipta um linsu en það er eitthvað next level dæmi fyrir mig hehe. Ég nota bara linsuna sem kemur með vélinni. virkar mjög vel fyrir mig 🙂

Ég keypti mér þessa vél á ca 110 þúsund í Elko í fyrrasumar (Keypti sjálf ekki spons) en nú hefur hún örugglega lækkað í verði.

Ég ætla allavegana að læra betur á myndavélina og taka enn flottari myndir í sumar <3


Ferðalög, Lífstíll

Suðurlands Roadtrip

apríl 18, 2017

Þeir sem þekkja mig best vita að mér finnst fátt skemmtilegra en að keyra um Ísland, skoða fallega staði, taka myndir á leiðinni og bara að vera til!
Ég og Svandís skelltum okkur í smá Roadtrip í síðustu viku og keyrðum alveg upp að Reynisfjöru!
Við lögðum af stað seint á mánudagskvöldi, gistum í bústaðnum hennar sem stendur við Þingvallavatn og lögðum svo snemma af stað.

Við byrjuðum daginn klukkan 09:00 og borðuðum morgunmat í Þrastalundi sem var alveg yndislegt. Ég hef borðað brunch áður á Þrastalundi en morgunmaturinn er alls ekki verri! Okkur fannst allavegana svaka kósý hvað það voru fáir á staðnum og mikil kyrrð. Takk fyrir okkur Þrastalundur!

Svo kíktum við á Geysi og héldum svo áfram í suður-átt. Hér fyrir neðan eru myndir frá deginum okkar <3

Lífstíll, Matur

Sunnudags brunch á Joe & The Juice

mars 28, 2017

Fátt er betra en rólegur sunnudagur áður en vinnu / skólavikan hefst á ný. Ég er búin að vera alveg húkkt á Joe & The Juice nýja staðnum í Lágmúla uppá síðkastið. Staðurinn er svo rólegur og fáir fara þangað.

Eins og þið líklega vitið þá fæ ég mér eiginlega alltaf það sama þegar ég fer á Joe – samloka með kjúkling, tómat, avacado og Xtra mikið pestó, mm! (Joe’s Club) Og svo ótrúlegt en satt skelli ég einu engiferskoti í mig.. ef ég legg í það (enda það sterkasta í bænum). En ég allavegana mæli með staðnum í Lágmúla. Ótrúlega notalegur staður og ekki verra að geta smellt nokkrum myndum í leiðinni án þess að trufla aðra viðskiptavini 😀

 

Takk fyrir mig Joe & The Juice ! <3

Lífstíll

Classic Petite úrið mitt frá Daniel Wellington

mars 22, 2017

Laaaaangþráður draumur minn rættist fyrir stuttu sem er að eiga fallegt dömulegt úr, fíngert og ekki með leðuról. Í samstarfi við Daniel Wellington valdi ég mér þetta gullfallega Rose Gold úr, úr nýju línunni þeirra Classic Petite.

Þetta úr passar nánast við allt og ég hef átt erfitt með að taka það af mér síðustu daga, það er svo fallegt! En ég fékk minn eigin afsláttar kóða fyrir ykkur ef þið viljið eignast úr úr þessari línu. Kóðinn er ‘ARNAYR’ og gildir til 16 Apríl inná www.danielwellington.com <3

Lífstíll

Að vera opinber ,,Snappari“

febrúar 8, 2017

Það er eflaust draumur margra að hafa stóran fylgjendahóp og leyfa öllum að sjá hvað þú ert að gera daglega. Þegar ég gerði það fyrst var ég með Ungfrú Ísland snappið í einn dag sumarið 2015. Ég áttaði mig ekki alveg á hvað það þýddi að sjá svona háa tölu sem sáu My Story. Eftir að Ég vann Ungfrú Ísland opnaði ég snappið mitt og fólkið alveg streymdi inn eins og enginn væri morgundagurinn. Ég lærði betur hvernig svona hlutir virka, hvað maður setur inn og hvað maður heldur fyrir sjálfan sig. En það eru nokkrir hlutir sem hafa komið í veg fyrir að áhugi minn á Snapchat sé jafn mikill og hann var árið 2015 eða fyrri part árs 2016.

Auðvitað finnst mér gaman að leyfa ykkur að fylgjast með en langaði líka að minna ykkur áhorfendur á nokkur atriði. Undanfarið hef ég orðið mjög vör við ljót skilaboð til ,,Snappara“ sem hljóta mikilla vinsælda. Ég veit að maður meinar ekki alltaf illt en stundum er betra að hugsa sig um áður en slík skilaboð eru send. Hér eru nokkur algeng dæmi sem „við snappararnir“ fáum:

-Ertu bara í ræktinni til að grenna þig?
-Ekki halda áfram að svelta þig því ungar stelur eru að fylgjast með þér.
-Ertu hætt með kærastanum þínum? Afhverju??
-Hvar býrðu?
-Ekki sýna þetta á snappinu því þá ertu ekki fyrirmynd.
-Þú ert svo athyglissjúk.
-Þú ert feit.
-Þú ert of mjó.

Þetta er bara lítið brot af því sem er verið að senda. Eftir að ég kom heim frá Las Vegas vissi örugglega meiri hlutinn af öllu Íslandi að ég var sögð vera of feit til þess að vera flott uppi á sviði og já þið vitið eflaust söguna. Eftir að ég var búin að jafna mig á ferðalaginu og fjölmiðlum ákvað ég að „leggja hælana“ á hilluna og byrja aftur að hreyfa mig. Eins og ég hef gert frá því ég var barn! Nei það mátti ég ekki. Þá dældist alveg hreint inn snöpp til mín að ég hefði tekið þetta Las Vegas Fitu dæmi inná mig og væri alltaf í ræktinni og borða hollt til þess að grenna mig. Nei! auðvitað ekki! Þó að ég  er að hreyfa mig og borða hollt er alls ekki samasem merki á milli þess og að maður sé að grenna sig eða svelta. Að heyra að ég 58 kílóa stelpa hafi verið of feit var fyrst erfitt en svo hlægilegt en að heyra að ég sé orðin of mjó og veikluleg, það er vont. Þannig að passið ykkur á hvað þið sendið!

En ég hef þó alls ekki lent mikið í leiðinlegum skilaboðum eins og margir aðrir snapparar. Ég er bara komin með meira en nóg af því að heyra leiðinda sögur hér og þar. Mér finnst alveg til skammar þegar það er verið að segja ljóta hluti við opinbert fólk með þeirri afsökun að ,,þú ert nú opinber, þá áttu að kunna að fá leiðinleg skilaboð“. Það er svo langt frá því að vera satt. Það er engin manneskja sem byrjar sinn „frama“ á því að segja ,,jæja þar sem ég er orðin opinber og fræg ætla ég að leyfa ykkur að tala niður til mín ef þið hafið áhuga á því“. Nei. Það er ekki rétt. Þó að manneskja er opinber átt þú engan rétt á því að ráðast persónulega á hana. Sama regla gildir um alla. opinbera eða ekki.

Við skulum bara öll saman passa okkur á því hvað við segjum og gerum því allir hafa jú tilfinningar og þetta er eitthvað sem enginn vill lenda í. Það er óþarfi að að tala um holdfar manneskju sem þú þekkir ekki. Það er ekki í þínum höndum að dæma hvað við setjum inn og hvað við setjum ekki inn. Það er ekki þitt að spyrja of persónulegra spurninga né spyrja ítrekað það sama þegar þú færð ekki svar, það er ástæða fyrir því. Að spyrja um heimilisfang til þess að mæta óvænt heim til viðkomandi er mjög óþægilegt og ekki við hæfi.

Ást & friður og ég vona að þessi færsla rataði til þeirra sem þurftu á henni að halda til að opna augun <3

Lífstíll

OYSHO – FAVORITE LINGERIE STORE

febrúar 2, 2017

Þegar ég fer til útlanda er ein búð sem ég fer bókstaflega alltaf í. Ég rakst á þessa búð í fyrsta sinn á Tenerife og varð alveg ástfangin!

Þetta er svona „kósý fata búð“ sem selur allskyns náttföt, sloppa, inniskó, fluffy sokka og undirföt.

Ég á allt of mikið af fötum úr þessari búð enda er þetta eins og nammiland fyrir mig!
En ég mæli með því að kíkja ef þú ert erlendis og rekst á þessa verslun, ekkert smá fallegar vörur.

Vefsíðan þeirra er hér. 

Lífstíll, Matur

GJAFALEIKUR – JOE & THE JUICE

janúar 25, 2017

Í tilefni þess að nýja síðan mín er nýkomin í loftið ætla ég að halda gjafaleik í samstarfi við Joe & the Juice !

Við ætlum að gefa 3 stk Loyalty kort (Hvert kort er með 10 skipta klippikort).

Það eina sem þú þarft að gera til þess að taka þátt er að:
1.Fara inn á Arna Ýr like síðuna mína á Facebook
2.Finna linkinn af leiknum, tagga tvo vini þína.
3.Krossa fingur að þú og tveir vinir þínir vinnið ! 😀

GANGI ÞÉR VEL !
-Dreg út sunnudaginn 29.janúar

Ferðalög, Lífstíll, Matur

Sumarið mitt

ágúst 2, 2016

Góðan daginn!

Sumarið mitt hefur verið troðfullt af allskyns spennandi verkefnum og tækifærum. Ég hef verið svo rosalega upptekin að ég ákvað að taka smá pásu frá internetinu og frekar vinna vinnuna mína hundrað prósent. Ef ég tek að mér verkefni geri ég það með heilum hug. Ég ætla að segja ykkur aðeins frá því hvað ég hef verið að bralla og skal svo vera dugleg að leyfa ykkur að fylgjast með núna þegar allt verður rólegra. Continue Reading…

Fegurð, Heilsa og hreyfing, Lífstíll

Opnunar GJAFALEIKUR !

mars 13, 2016

Gjafaleiknum er lokið. Sigurvegari er: Helena Rós Sigurðardóttir! Innilega til hamingju Helena <3

Í tilefni þess að síðan mín er komin í loftið ætla ég að halda risa gjafaleik!

Til þess að taka þátt þarft þú að:
1. DEILA þessari færslu
2. LIKE-a facebook síðuna mína, Arna Ýr
3. Skrifa kvitt eða eitthvað annað álíka hér að neðan.
4. Fylgja fleiri skrefum hér að neðan til þess að eiga meiri möguleika.

Allar vörurnar sem eru í leiknum eru í uppáhaldi hjá mér. Ég ákvað að halda leik með þeim vörum sem ég elska og gæti varla verið án!
Continue Reading…