Browsing Category

Matur

Matur

Heimatilbúið hrökkbrauð

maí 17, 2017

Í vikunni ákvað ég að henda í heimatilbúið hrökkbrauð. Ég átti enga uppskrift og nennti alls ekki út í búð svo ég ákvað bara að skella því sem mér fannst spennandi í skál og sjá svo útkomuna. Ég hafði ekki hugmynd um að ég væri að búa til besta „mjúka“ hrökkbrauð sem ég hef nokkurn tímann smakkað en viti menn! Þetta verður sko búið til aftur og aftur.

Innihald:

3 dl hveitikím
1 dl haframjöl
1 dl sólblómafræ
1/2 dl sesamfræ
1/2 dl hörfræ
25 – 30 saxaðar möndlur
1/2 dl af blautum chia fræjum
3-4 msk lífrænt hunang
1 1/2 dl vatn
saltflögur

Öllu Blandað saman í skál og ath. með chia fræjin – ég setti bara botnfylli í desilítramál og fyllti uppí 1/2 dl með vatni og beið eftir að þau sugu vatnið í sig, þá gat ég notað þau. En annars er öllu bara blandað saman, skiptir engu máli í hvaða röð og skellt á bökunarplötu.

Svo er blöndunni bara þjappað saman og stráð saltflögum yfir. Þegar ég tók þessar myndir þá finnst mér ég hafa sett aðeins of mikið af salti en auðvitað er það bara persónubundið.

Platan sett inn í ofn á 180° (ég setti yfir og undir hita með blæstri) í sirka 15-20 mínútur en allir ofnar eru misjafnir. Ég mæli tímann ekki beint, ég fylgist bara með könntunum. Um leið og þeir eru orðnir brúnir og stökkir þá tek ég það út.
Svo er það bara að smyrja með smjöri og osti og voila ! Svakalega gott 😀
Sæta bragðið frá hunanginu og salta bragðið frá saltinu er æðislegt.

Verði ykkur að góðu og endilega látið mig vita hvernig ykkur finnst smakkast ! <3

Matur

BODYLAB vörurnar

apríl 24, 2017

Uppá síðkastið hef ég verið að prófa vörur frá BODYLAB og hafa þær svo sannarlega komið mér á óvart! Ég er alls ekki týpa sem fýlar „hollustubragð“ eða prótein yfir höfuð og sækist eiginlega bara í allt sem er sætt og gott hehe.

En í samstarfi við Bodylab fékk ég að prófa próteinpönnukökur, hnetusmjör og proteinella (já ekki nutella en proteinella!). Ég viðurkenni…. ég hef borðað yfir mig af þessum pönnukökum alltof oft síðan ég fékk dúnkinn. Það kom svo svakalega á óvart að þessar vörur bragðast bara alls ekki eins og eitthvað alltof hollt „“ógeð““ já ég sagði ógeð því ég hata hollustuvörur sem bragðast eins og pappi! En þessar vörur eru neflilega sætar og bragðgóðar. Beint í mark að mínu mati!

Bodylab vörurnar fást í Hagkaup og ég segi bara TAKK fyrir mig ég mun sko fara og kaupa mér þetta þegar minn skammtur klárast. Þvílíkt nammi og svo einfalt & þægilegt 😀

 

Lífstíll, Matur

Sunnudags brunch á Joe & The Juice

mars 28, 2017

Fátt er betra en rólegur sunnudagur áður en vinnu / skólavikan hefst á ný. Ég er búin að vera alveg húkkt á Joe & The Juice nýja staðnum í Lágmúla uppá síðkastið. Staðurinn er svo rólegur og fáir fara þangað.

Eins og þið líklega vitið þá fæ ég mér eiginlega alltaf það sama þegar ég fer á Joe – samloka með kjúkling, tómat, avacado og Xtra mikið pestó, mm! (Joe’s Club) Og svo ótrúlegt en satt skelli ég einu engiferskoti í mig.. ef ég legg í það (enda það sterkasta í bænum). En ég allavegana mæli með staðnum í Lágmúla. Ótrúlega notalegur staður og ekki verra að geta smellt nokkrum myndum í leiðinni án þess að trufla aðra viðskiptavini 😀

 

Takk fyrir mig Joe & The Juice ! <3

Matur

KúsKús Kjúklingaréttur – Uppáhalds !

febrúar 11, 2017

Nú er loksins komið að því að ég deili með ykkur mínum lang uppáhalds kjúklingarétti! Mamma eldaði þetta oft þegar ég var yngri og nú elda ég þetta oft eftir að ég varð eldri! Þessi réttur er svakalega auðveldur og tekur örugglega bara 30-45 mín í að útbúa.

Þessi uppskrift er fyrir 3-4.

Hér eru svo innihaldið:
1 krukka fetaostur
Hálf krukka sólþurrkaðir tómatar
3-4 kjúklingabringur
1 poki spínat
Sítrónu cous cous (eða með því bragði sem þú vilt)
1 askja kirsuberjatómatar
1 krukka SATAY hnetusósa

Ég byrja á því að skera bringurnar niður í munnbita, salta þær aðeins og leggja þær svo í stutta mareneringu í SATAY sósuna. Ef þú byrjar snemma að elda getur þú látið kjúllan marenerast lengur en ég lét hann bara liggja í sósunni í hálftíma. Á meðan skar ég niður sólþurrkuðu tómatana (Já ég notaði alla krukkuna því við Egill ELSKUUUM sólþurrkaða tómata! En í uppskriftinni er ca. hálf krukka eða eftir því sem viðkomandi vill). Svo setti ég spítanið í skál, tómatana niðurskorna, eina krukku af fetaost og smá olíu með, sólþurrkuðu tómatana og skellti kjúllanum inní ofn á 180°.

Þegar kjúllinn var búinn að vera inni í ca korter eldaði ég cous cous og tók svo kjúllan út eftir sirka 25 mínútur (smátt skorinn og eldaðist frekar hratt).
Svo bara blandaði ég öllum þessum dásemdar mat saman í skál og voila !! Tilbúið og ég fæ garnagaul við tilhugsunina. Vildi að ég ætti afganga til að borða þegar ég skrifa þessa færslu. En allir voru svo sólgnir í þennan rétt að hann kláraðist.

Ef þú eldar þennan rétt máttu endilega senda mér snapp eða mynd! Alltaf gaman að fylgjast með 😀
Snappið mitt er: arnayr

Ást og friður!

Lífstíll, Matur

GJAFALEIKUR – JOE & THE JUICE

janúar 25, 2017

Í tilefni þess að nýja síðan mín er nýkomin í loftið ætla ég að halda gjafaleik í samstarfi við Joe & the Juice !

Við ætlum að gefa 3 stk Loyalty kort (Hvert kort er með 10 skipta klippikort).

Það eina sem þú þarft að gera til þess að taka þátt er að:
1.Fara inn á Arna Ýr like síðuna mína á Facebook
2.Finna linkinn af leiknum, tagga tvo vini þína.
3.Krossa fingur að þú og tveir vinir þínir vinnið ! 😀

GANGI ÞÉR VEL !
-Dreg út sunnudaginn 29.janúar

Matur

Joe & The Juice Lunch Date

janúar 15, 2017

Mér finnst ekkert betra en að komast aðeins úr skólanum í hádegishléinu. Ég plataði Elísu vinkonu mína til þess að koma með mér á Joe og fá okkur hádegismat þar og spjalla. við vorum báðar í eyðu svo þetta var vel eyddur tími saman!

Þar sem glænýr staður opnaði í Lágmúlanum um daginn ákváðum við að skella okkur þangað, ekkert smá kósý staður og góð staðsetning, allavegana fyrir okkur þar sem hún er í skóla í grenndinni.

Við fengum okkur samloku, djús og auðvitað engiferskot, það má alls ekki gleymast 😀

Ferðalög, Matur

Laugardags roadtrip & Brunch

janúar 11, 2017

Fyrir stuttu ákváðum við Tanja Ýr að skella okkur aðeins út fyrir Höfuðborgarsvæðið. Einhvernveginn heldur maður alltaf að það sé ekkert hægt að gera en það er neflilega langt frá því að vera raunin!
Við keyrðum rétt út fyrir Hveragerði til þess að eiga notalegan brunch í Þrastarlundi.
Continue Reading…

Beauty, Matur

TEATOX frá Maí verslun

september 22, 2016

Nú hef ég verið alveg gjörsamlega heilluð af sömu vörunni í nokkra mánuði og ákvað loksins að segja ykkur aðeins frá henni.
Þetta er vinsæla teið „TEATOX“ sem hefur ekki bara heillað mig heldur marga aðra!
Continue Reading…

Ferðalög, Lífstíll, Matur

Sumarið mitt

ágúst 2, 2016

Góðan daginn!

Sumarið mitt hefur verið troðfullt af allskyns spennandi verkefnum og tækifærum. Ég hef verið svo rosalega upptekin að ég ákvað að taka smá pásu frá internetinu og frekar vinna vinnuna mína hundrað prósent. Ef ég tek að mér verkefni geri ég það með heilum hug. Ég ætla að segja ykkur aðeins frá því hvað ég hef verið að bralla og skal svo vera dugleg að leyfa ykkur að fylgjast með núna þegar allt verður rólegra. Continue Reading…

Matur

GreenTea HP

maí 18, 2016

Ég hef verið hrikalega upptekin síðustu vikur! Ungfrú Ísland viðtölin eru búin, prófin voru að klárast í dag svo ég hef verið ansi upptekin uppá síðkastið. En Þar sem ég kláraði síðasta prófið í dag skellti ég strax í þessa færslu því ég hef beðið spennt eftir að segja ykkur frá þessari mögnuðu vöru.
Nú hef ég verið að nota vöruna GreenTea HP í tæpa þrjá mánuði! Þessi vara er mesta snilld sem ég hef kynnst. Ég ákvað að kynnast vörunni alveg 100% áður en ég færi að segja frá henni hérna á síðunni minni svo ég gæti sagt ykkur hvað mér finnst.
Continue Reading…