Um mig

 

Arna Ýr Jónsdóttir heiti ég. Tvítugur tvíburi, fædd og uppalin á Höfuðborgarsvæðinu, Íslandi. Jákvæð, bjartsýn, forvitin, uppátækjasöm, ljúf og hress væru orðin sem myndu lýsa mér best. Ég hef alltaf elt mína drauma og mun alltaf gera það! Þeir hafa fært mér ótal marga hluti í lífinu sem ég er svo þakklát fyrir.

Fimleikar og Frjálsar Íþróttir voru mín helstu áhugamál í mörg ár. Ég æfði fimleika í 10 ár og skipti svo yfir í Frjálsar Íþróttir. Aðeins 15 ára gömul komst ég í landsliðið sem stangarstökkvari. Ég hafði ferðast víða og keppt í stangarstökki í mörg ár þegar ég ákvað að leggja skóna á hilluna og fara út í allt annan bransa. Fegurðarsamkeppni! Ég var krýnd Ungfrú Ísland þann 5.september 2015 og tóku þá við óteljandi tækifæri og margar dyr opnuðust. Ég fór til Kína stuttu síðar og tók þátt í Miss World.
Ég reikna með að verða stúdent í ár, 2016 og heldur mín leið líklegast beint í HÍ að læra hjúkrunarfræði. Draumurinn er svo að verða ljósmóðir. 

Tækifærin og hugmyndirnar í mínu lífi eru óteljandi og ég hlakka til að deila þeim með ykkur.
Bestu kveðjur, Arna Ýr